ILM - kertaviðhald 101

Þú ert að fjárfesta í hágæða ilmkerti frá ILM & auðvitað vilt þú að kertið þitt brenni sem lengst. Okkur þykir það mjög mikilvægt að kertin brenni jafnt niður og að þú getir notið þess að hafa kveikt á kertinu þínu sem lengst. 
Við höfum því sett saman nokkra punkta sem hjálpa þér við að láta þitt kerti brenna vel og lengi. 


  • Til að viðhalda jöfnum og fallegum loga á kertinu og koma í veg fyrir reyk þá mælum við með því að snyrta þráðinn niður í 6 mm áður en þú kveikir á kertinu í fyrsta skipti.
  • Endurtaka síðan í hvert skipti sem kveikt er á kertinu.
  • Til að viðhalda jafnri brennslu á kertinu mælum við með því að leyfa kertinu að brenna þar til allt yfirborð er brætt áður en slökkt er, eða í u.þ.b. 1 klst.
Njótið vel!