I L M
Kertin okkar eru handgerð úr 100% soya vaxi.

I L M
Kertin eru einkenni ILM. Kertin okkar eru handgerð af okkur, hér á Íslandi og búin til úr 100% náttúrulegu sojavaxi, blýlausum bómullarkveik og einungis er notast við fyrsta flokks ilmolíur.
UMHVERFIÐ
Velferð umhverfisins er okkur ofarlega í huga. Því leitumst við eftir að haga framleiðslunni á sem umhverfisvænastan hátt og eru allar pakkningar okkar t.d. endurnýtanlegar. Einnig bjóðum við viðskiptavinum að koma með kertaglösin til endurnýtingar eða áfyllingar með uppáhaldsilminum. Þannig geta kertaglösin okkar gengið í endurnýjun lífdaga sinna aftur og aftur í stað þess að vera hent.