ILM

 




ILM er lítið fjölskyldufyrirtæki staðsett í Reykjavík. Frá upphafi hefur markmiðið verið einfalt – að skapa fallega, handunna hluti sem fegra heimilið og færa hlýju í hversdagsleikann. Hugmyndin að ILM kviknaði í lok árs 2016 og eftir þriggja ára þróunarvinnu kynntum við vörumerkið okkar með stolti í lok árs 2019.

Í dag stendur ILM fyrir umhverfisvæn, handgerð ilmkerti úr 100% náttúrulegu sojavaxi. Við gerum allt í höndunum – frá því að móta ilminn og yfir í að pakka kertunum. Við notum aðeins hágæða hráefni í framleiðslunni okkar.

Við hönnum allar pakkningar sjálf og leggjum áherslu á að bæði kertin og umbúðirnar séu vistvæn. Allt framleiðsluferlið byggir á samfélagslegri ábyrgð og ástríðu fyrir fegurð og gæðum.

Kertin okkar eru úr bestu hráefnum, fylla heimilið af mjúkum tónum sem skapa hlýja stemningu – augnablik sem þú vilt njóta aftur og aftur.