ILM

Einfaldir hlutir sem fegra heimilið eru meginhugmyndin og drifkraftur þess að vörumerkið ILM var stofnað í lok árs 2016. 

Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað síðan þá og í dag stendur ILM fyrir umhverfisvæn handgerð ilmkerti úr 100% sojavaxi.
Það skiptir okkur miklu máli að kertin okkar séu gæðavara sem umvefur mann með guðdómlegum ilmi.

Á sama tíma leggjum við ríka áherslu á að pakkningar okkar og kertin sjálf séu umhverfisvæn og framleiðslan hafi samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.

ILM er netverslun sem leggur mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu og ánægju viðskiptavina. Auk netverslunarinnar fást kerti ILM í Vonarstræti, Maí, Litla Hönnunar Búðin, Blóm & Fiðrildi, Zenus, Útgerðin, Punktur Studio og Safnbúð Listasafns Íslands.

ilm@ilm.is